„Stórundarlegt“ að Hafnarfjörður samþykki borholur í Krýsuvík

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, seg­ir „stórund­ar­legt“ að Hafn­ar­fjarð­ar­bær hafi sam­þykkt til­rauna­bor­hol­ur rétt hjá lang­vin­sæl­asta ferða­mannastað sveit­ar­fé­lags­ins. Fram­kvæmd­ir við fyrstu bor­holu standa yf­ir í ná­vígi við Sel­tún. Valdi­mar Víð­is­son, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar, hef­ur ekki áhyggj­ur af ferða­þjón­ust­unni.

„Stórundarlegt“ að Hafnarfjörður samþykki borholur í Krýsuvík
Tilraunaborpallur á Krýsuvíkursvæðinu Samtök ferðaþjónustunnar segja „stórundarlegt“ að tilraunaborholur séu í nánd við Seltún. Mynd: Golli
Jóhannes Þór SkúlasonFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

„Það er í sjálfu sér stórundarlegt að Hafnarfjörður skuli yfir höfuð hafa gefið út leyfi á tilraunaholur á Krýsuvíkursvæðinu, sér í lagi þegar borholurnar eru eins nálægt Seltúni og raunin er,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar SAF.

Hafnarfjarðarbær auglýsir nú breytingu á aðalskipulagi vegna rannsóknarborholna í Krýsuvík. Sveitarfélagið gerði samning við HS Orku í júní 2024 um „heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingu auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda í Krýsuvík.“  

Jóhannes Þór segir að Kleifarvatn og Krýsuvíkursvæðið hafi verið í vexti sem áfangastaður á síðustu árum. „Og eru í dag hluti af frábærri dagsferð um Reykjanesið, dagsleið sem mun hafa gríðarlega vaxtarmöguleika þegar jarðhræringum í Grindavík lýkur,“ segir hann.

Rannsóknir eru í gangi Hafnarfjarðarbær og HS Orka gerðu samning um Krýsuvíkursvæðið.

Töluverð áhætta tekin

Jóhannes Þór segir SAF „átta sig á því að …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Sama framkvæmdin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu máli eins og öllum hinum ? Aldrei að hlusta á einn né neinn, því ráðum þessu !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár

OSZAR »